Kanada

Virða þarf rétt frumbyggja í Kanada

Kanadísk yfirvöld þurfa að fella niður ákærur á hendur baráttufólki sem berst gegn framkvæmdum á gasleiðslu á landsvæði Wet’suwet’en-frumbyggja. Brotið er á rétti þeirra til að ákvarða hvernig farið er með land forfeðranna.

Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsætisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að mannúðarneyðin aukist enn frekar og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins með því  að tryggja mannúðaraðstoð og læknisaðstoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.

Ísland

Ísland verður að tryggja UNRWA fjárhagsstuðning

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að frysta fjármögnun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA).  Skrifaðu undir opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur sem hvetur ríkisstjórn hennar til að styðja störf UNRWA.

Jemen

Yfirvofandi aftaka baráttukonu fyrir mannréttindum

Fatma al-Arwali er 34 ára mannréttindafrömuður sem á nú á hættu að vera tekin af lífi. Hún var dæmd til dauða þann 5. desember 2023 í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda. Skrifaðu undir og þrýstu á yfirvöld Húta að ógilda dauðadóm Fatma al-Arwali og tryggja að hún hljóti sanngjarna málsmeðferð í nýjum réttarhöldum án dauðarefsingar eða að öðrum valkosti verði hún látin laus.

Ísrael

Krefjumst vopnahlés í átökum Ísraels og Gaza

Harðnandi átök á milli Ísraels og Hamas og annarra vopnaðra hópa valda óbreyttum borgurum miklum þjáningum. Átök á þessu svæði hafa aldrei verið jafn hörð eða mannfallið jafn mikið. Líf fjölda fólks hefur verið lagt í rúst. Dag hvern eykst mannfallið og mannúðarneyðin á Gaza. Amnesty International krefst þess að allir aðilar í átökunum semji án tafar um vopnahlé til að binda enda á blóðbaðið og að tryggt verði að mannúðaraðstoð komist til Gaza.

Sómalía

Fjölmiðlamaður fangelsaður fyrir rannsóknarfrétt

Mohamed Ibrahim Osman Bulbul var handtekinn degi eftir að hann birti frétt um meinta misnotkun fjármagns frá Evrópusambandinu sem var ætlað fyrir þjálfun lögreglu í Sómalíu. Á undanförnum árum hefur tjáningarfrelsi verið takmarkað verulega í Sómalíu. Fjölmiðlafólk hefur sætt barsmíðum, verið áreitt, því ógnað, það mætt hótunum og sett í varðhald að geðþótta af hálfu yfirvalda. Skrifaðu undir og krefstu þess að sómölsk yfirvöld felli niður allar ákærur á hendur Mohamed Ibrahim Osman, tafarlaust og án skilyrða.

Afganistan

Aðgerðasinni í þágu menntunar handtekinn að geðþótta

Matiullah Wesa er aðgerðasinni í þágu menntunar og mannréttinda. Hann var handtekinn að geðþótta af leyniþjónustu talibana. Fjölskylda hans hefur ekki fengið að heimsækja hann og engar leiðir tiltækar til að véfengja lögmæti varðhaldsins. Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdul Haq Wasiq, framkvæmdastjóri leyniþjónustu talibana, leysi Matiulla Wesa tafarlaust úr haldi.

Kúba

Samviskufanginn Maykel Osorbo er í hættu

Maykel Osorbo, er kúbverskur samviskufangi og tónlistarmaður. Hann hefur mætt stöðugu áreiti og hefur margsinnis sætt varðhaldi að geðþótta. Fjölskylda hans hefur tjáð Amnesty International að hún hafi töluverðar áhyggjur af heilsu Maykel. Skrifaðu undir og krefstu þess að hann verði tafarlaust leystur úr haldi.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Nígería

Unglingstúlka lést í kjölfar nauðgunar

Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skólanum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2022. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðgunar.  

Venesúela

Venesúela: Kona í haldi í lífshættu

Emirlendris Benítez er 42 ára gömul kona í Venesúela sem var handtekin að geðþótta í ágúst 2018 og dæmd í 30 ára fangelsi árið 2022 eftir ósanngjörn réttarhöld. Mál hennar er dæmi um ógnvekjandi kúgun venesúelskra stjórnvalda. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei tengst pólitísku aðgerðastarfi og engar sannanir voru fyrir hendi var hún ásökuð um að vera viðriðin ofbeldi gegn háttsettu stjórnmálafólki.

Alþjóðlegt

Þrýstum á að settar verði alþjóðlegar reglur um viðskipti með löggæsluvopn

Samfélagslegar umbætur eru mögulegar þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Fólk á ekki að hljóta skaða af, meiðast eða jafnvel láta lífið vegna misbeitingar lögreglu á skaðaminni vopnum við friðsamleg mótmæli. Skrifaðu undir ákall um að íslensk yfirvöld styðji gerð alþjóðlegs samnings þar sem settar eru reglur um viðskipti með vopn í löggæslu til að koma í veg fyrir misbeitingu þeirra.

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.