Tæland

Verndum réttindi barna í Tælandi

Stöðvum herferð gegn börnum núna!  Fyrir tveimur árum hófu tælensk yfirvöld herferð gegn fjöldamótmælum sem voru leidd af börnum og ungu fólki. Stór hluti mótmælenda eru nemendur undir 18 ára aldri sem krefjast samfé­lags­legra umbóta í stjórn­málum, menntun og efna­hags­legum- og félags­legum mála­flokkum þar sem þeim þykir opin­bera kerfið vera of íhalds­samt og þrúg­andi.

Tæland

Baráttukonur í haldi

Yfirvöld í Tælandi þagga ítrekað niður í friðsömum mótmæl­endum. Hundruð einstak­linga hafa verið hand­teknir. Á meðal þeirra eru tvær baráttu­konur sem hafa verið í hung­ur­verk­falli og afþakkað vökva að mestu leyti síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn trygg­ingu.

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Íran

26 manneskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran

Að minnsta kosti 26 manneskjur eiga á hættu aftöku í tengslum við mótmæli í Íran. Yfirvöld tóku nýlega mótmælendurna Mohsen Shekari og Majidreza Rahanvard af lífi eftir óréttlát sýndarréttarhöld í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almennings og enda mótmæli í landinu. Búið er að dæma 11 til dauða og 15 af þeim hafa verið ákærð fyrir brot þar sem dauðarefsing liggur við.

Egyptaland

Mannréttindalögfræðingur þjáist í fangelsi og fær ekki læknisaðstoð

Hoda Abdelmoniem hefur verið í varðhaldi í fjögur ár að geðþótta yfirvalda. Réttarhöld standa yfir í máli hennar vegna falskra ákæra sem má rekja til mannréttindastarfs hennar. Augu heimsins eru á Egyptalandi í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP27 sem haldin verður þar í landi dagana 6.-18. nóvember. Nú er einstakt tækifæri til að skapa aukinn þrýsting á egypsk stjórnvöld. Skrifaðu undir og krefstu þess að mannréttindi séu virt í Egyptalandi og að Hoda Abdelmoniem verði látin laus skilyrðislaust og án tafar.

Filippseyjar

Baráttukona yfir sextugt, handtekin í þriðja sinn

Adora Faye var handtekin í Quezon-borg, þann 24. ágúst 2022, en hún var þar að sækja sér læknisaðstoð vegna astma og blóðleysis. Hún er 66 ára gömul, ljóðskáld og baráttukona fyrir mannréttindum. Adora var samviskufangi og sætti pyndingum og illri meðferð árið 1976 vegna mannréttindabaráttu sinnar. Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórnvöld leysi Adoru Faye úr haldi og felli niður ákærur á hendur henni.

Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varðhaldi yfirvalda. Írönsk yfirvöld hafa brugðist grimmilega við mótmælunum. Við krefjumst þess að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða.

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.

Kína

Fjöldahandtökur í Xinjiang

Í Xinjiang, sem er kínverskt sjálfstjórnarhérað Úígúra, eru að minnsta kosti 120 einstaklingar úr múslímskum minnihlutahópum í fangelsi án réttlátrar málsmeðferðar eða í fangabúðum. Skrifaðu undir og krefstu þess að kínversk stjórnvöld leysi þennan hóp fólks í Xinjiang-héraði úr haldi.

Sri Lanka

Stöðvum aðför að friðsömum mótmælendum í Srí Lanka

Á meðan efnahagskreppa og erfiðleikar dynja yfir Srí Lanka hafa yfirvöld þar í landi beitt harkalegum aðgerðum gegn mótmælum og skrímslavætt mótmælendur. Ranil Wickremesinghe, forseti Sri Lanka, verður samstundis að hætta að kúga, ógna og refsa friðsömum mótmælendum.

Rússland

Mannréttindalögfræðingar sviptir málflutningsleyfi

Rússnesk yfirvöld afturkölluðu málflutningsleyfi Lilya Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheikhmambetov í refsingarskyni vegna mannréttindastarfa lögfræðinganna í þágu aðgerðasinna af þjóðarbroti Tatara á Krímskaganum. Skrifaðu undir ákall um að svipting málflutningsleyfi þeirra verði afturkölluð.